8. maí 2024

Sýningin Græn framtíð tilnefnd til „European Design Awards“

Frá sýningu Grænnar framtíðar í Grósku

Frá sýningu Grænnar framtíðar í Grósku

Hönnunarstofan Gagarín hlaut nýverið tilnefningu til „European Design Awards“ í flokki stafrænna innsetninga (e. digital installations) fyrir margmiðlunarsýninguna Græna framtíð.

Sýningin Græn framtíð er samstarfsverkefni Íslandsstofu og Grænvangs og er hýst í Grósku. Hún var hönnuð af Gagarín í samstarfi við hönnuðina Ragnar Má Nikulásson og Baldur Snorrason (BARK vinnustofu).

Á sýningunni er farið yfir árangur og sögu Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, sagt frá frá markmiðum Íslands í átt að kolefnishlutleysi 2040 og frá þeim nýsköpunarlausnum sem íslensk fyrirtæki hafa fram á að færa og nýst geta um allan heim. Á seinasta ári komu yfir 600 gestir að sjá sýninguna. Þar komu meðal annars erlendar sendinefndir, fjárfestar og fulltrúar fyrirtækja sem hafa áhuga á að kynna sér íslenska orkuþekkingu og grænar lausnir.

Grænvangur er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Eitt af markmiðum vettvangsins er að byggja upp vörumerkið Green by Iceland í samstarfi við Íslandsstofu og styðja þannig við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjáfbærni á erlendum vettvangi.

European Design Awards eru samstarfsverkefni leiðandi evrópskra hönnunartímarita, útgefenda, blaðamanna, ritstjóra og sérfræðinga á þessu sviði. Úrslitin verða kynnt í Napolí í júní.

Sýningin Græn framtíð tilnefnd til „European Design Awards“

Sjá allar fréttir